Eru bankarnir að veikja krónuna fyrir árshlutauppgjör?

Eru bankarnir að veikja krónuna fyrir árshlutauppgjör svo 6 mánaða uppgjör þeirra líti betur út en ella? Aulaskapur ríkisstjórnarinnar getur varla verið eina skýringin á þessari skelfilegu stöðu krónunnar!

Ítreka enn og einu sinni að við eigum að taka upp færeysku krónuna!


mbl.is Gengi krónunnar aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ef árshlutauppgjör bankanna mun aftur bara byggja á gengishagnaði, sem ekki væri til ef við værum með evru, þá held ég að virkilega illt sé í efni.  Þeir gerðu þetta líklegast síðast og því ættu þeir ekki að endurtaka leikinn núna.  Mér finnst þeir þó fara snemma af stað, þar sem ennþá er langt til mánaðarmóta.

Marinó G. Njálsson, 18.6.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Nú er ég búinn að skoða bloggsíður allra stærstu blokkhagspekinganna minna - að vísu hefur Egill ekki enn bloggað neitt - og það virðist enginn botna neitt í neinu. Auðsjáanlega eru allir jafn ráðvilltir og ég hvað öll þessi mál varðar.

Það er aðgerðarleysið, sem maður skilur ekki og kemur manni svo á óvart. Ég átti satt best að segja von á því að Geir myndi boða einhverjar aðgerðir í gær, en auðsjáanlega er ekkert í spilunum. Markaðnum líkar auðsjáanlega ekki heldur eða skilur ekki þessi "Laissez-faire" skilaboð ríkisstjórnarinnar.

Ástandið er farið að minna mann óþægilega á æsku manns, unglingsárin og þegar maður var mjög ungur maður - þ.e.a.s. árin 1975-1990.

Það fer um mig hrollur við tilhugsunina eina saman.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.6.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Hallur. Ég vill gera allt annað. Taka upp myntsamstarf við Norðmenn og vísa
í því sambandi til bloggs míns í dag. Þá yrði væntanlega spákaupmennska úr
sögununni, því fáar þjóðir eiga jafn sterkan bakhjall og Norðmenn með sínn
risasterka olíusjóð.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.6.2008 kl. 21:11

4 identicon

Já þetta ætti að nægja bönkunum. Í næsta uppgjöri verða verðbæturnar á húsnæðislánin komin vel og hressilega inn og þá hægt að fara að slaka á genginu áður en allt fer til helvítis :)

Þráinn Þrastarsson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Já Hallur.  Ætli það sé ekki nokkuð ljóst að bankar hafa tekið stöðu gegn krónunni alveg frá því í febrúar-mars.  Það varð glöggt með páskavikunni og dögunum eftir páskana og kom fram í árshlutauppgjörum . . . . .

Að djöflast svona á ríkisstjórninni núna "vegna aðgerðaleysis" er ekki sérlega málefnalegt.   Það vita allir að það er ekki til eitthvert eitt svar við vandamálinu; - - og ekki heldur hægt að halda því fram að ríkisstjórnin sem nú situr hafi framkallað ástandið - - ekki einu sinni gert það verra.

Peiningakrísan og lánsfjárkreppan er alþjóðleg - - og innlendi hluti niðursveiflunnar stafar af þeim vanda sem ofurþensla áranna 2003-2007 hefur skapað;    - -auk þess sem hávaxtastefnan og flotkrónubullið - með lánasukki og innstreymi gjaldeyris - - stórframkvæmdum á stóriðju . .og græðgisvæðingu - - sem leidd var af ríkisstjórn Davíðs Oddsonar og haldið áffram af Halldóri Ásgrímssyni og Geir Haarde.

Ekki minnist ég þess að nokkur Framsóknarmaður hafi andæft sukkinu;  - - mannstu ekki eftir  kjörorðinu í síðustu kosningum " . . . . ekkert STOPP" . . . . . ?

Benedikt Sigurðarson, 18.6.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Benedikt "og ekki heldur hægt að halda því fram að ríkisstjórnin sem nú situr hafi framkallað ástandið - - ekki einu sinni gert það verra."

Er maðurinn að halda því fram að 20% útgjaldaauki ríkissjóðs í fjárlögum yfirstandandi árs hafi ekki haft nein áhrif ?  Segi og skrifa tuttugu prósent.  Það er kannski tilviljun að það er einmitt sama tala og hagspekingar tala um að þurfi að draga saman um hjá ríkissjóði til að koma á jafnvægi.  Framsóknarmenn vöruðu við þessu frá fyrsta degi og ekki veldur sá sem varar við.

G. Valdimar Valdemarsson, 19.6.2008 kl. 13:00

7 Smámynd: AK-72

Ég hallast að því að svarið við spurningu þinni sé hreint já. Siðferði íslenskra banka og atvinnubraskara þegar kemur að hagsmunum almennings og þjóðarinnar, einfaldega á sama stigi og hjá hópi hýena í kringum hóp af ungabörnum. Það eina sem kemst að hjá þeim, er hversu mikið þeir ná að rífa í sig af græðgi.

Það er spurningin hvort það þurfi ekki í minnsta lagi að aðskilja braskið frá almennri bankastarfsemi með lögum, og koma á strangri löggjöf í tenglsum við viðskiptasiðferði og til að stoppa upp í svona uppgjöra-gengisfellingu á krónunni, sem bankarnir eru að framkvæma þessa daganna líkt og í mars síðastliðnum, og með svo hörðum refsingum að þeir myndu ekki þora því, eða í versta falli að þjóðnýta bankanna. Einhvern veginn verður að taka á þeim og ekki er er verið að slá á puttana á eim með því að taka lán þeim til bjargar án þess að eigendur bankanna leggi fram tryggingar.

AK-72, 24.6.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband