Gefandi ljósmóðurstarf þýðir ekki að gefa skuli vinnu sína!

Ljósmæðrastarfið ku vera afar gefandi starf. Það er að segja í flestu öðru en laununum. Kannske hafa stjórnvöld misskilið hugtakið "gefandi starf". Talið það þýða að þeir sem vinna "gefandi starf" gefi vinnuna sína. Allavega gefa ljósmæður stóran hluta vinnu sinnar ef tekið er mið af launakjörum þeirra.

Ég er ekki viss um að allir átti sig á því að nýútskrifaðar ljósmæður hafa lokið 6 ára ströngu námi. Fyrst fjögur ár sem almennir hjúkrunarfræðingar og síðan tvö ár til viðbótar til að sérhæfa sig sem ljósmæður. Allavega virðast stjórnvöld ekki áttað sig á því.

Margar útskrifaðar ljósmæðir virðast ekki endast lengi í ljósmóðurstarfinu vegna launanna. Fara jafnvel að vinna sem hjúkrunarfræðingar en ekki sem ljósmæður vegna þess að laun hjúkrunarfræðinganna eru skömminni skárri. 

Það segir allt um slæm launakjör ljósmæðra því eins og allir vita þá eru launakjör hjúkrunarfræðinga ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Enda ekki unnt að fullmanna stöður hjúkrunarfræðinga vegna lágra launa. Þær eru því líka í "gefandi starfi" eftir skilningi stjórnvalda.

Ég er það lánsamur að hafa tekið á móti börnunum mínum fjórum. Tja, ekki kannske beinlínis - en verið viðstaddur fæðingu þeirra. Þar af einn keisaraskurð. Verið með barn á vökudeild í viku. Hef því nokkra innsýn í störf ljósmæðra.  Mér finnst þær frábærar. Mér finnst að þær eigi að fá laun í samræmi við það - og í samræmi við menntun sína og ábyrgð.

Hjúkkurnar líka!

Það ætti ekki að vera erfitt fyrir ríkisstjórn sem sagði í stjórnarsáttmála að hún ætlaði að endurmeta sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.

Halló þið í stjórnarráðinu!

Ljósmæður eru kvennastétt! Hjúkrunarfræðingar eru kvennastétt! Hvað eruð þið að hugsa?

Þarf fréttastofa Stöðvar  2 kannske að minna ykkur á þetta stefnumál ykkar - daglega?


mbl.is Fjörutíu prósent ljósmæðra munu hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð grein hjá þér Hallur, og ég hvet alla að fara inn á þennan link og lesa .http://ljosmodir.is/Felag/Default.asp?Page=Korn&ID_Korn=68

Magnús (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 08:06

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð færsla.

Theódór Norðkvist, 17.6.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það eru ekki allar ljósmæður með 6 ára háskólamenntun. Það eru enn nokkrar af 'gamla skólanum' sem mega kalla sig ljósmæður. Ég hef það eftir móður minni, sem er ljósmóðir, að það sé hluti af vandanum við að berjast um launin, að þessar af gamla skólanum finnst þær kannski ekkert vera sérstaklega hlunnfarnar.

Viðar Freyr Guðmundsson, 19.6.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband