Kíló af kartöflum á 1250 krónur í Hagkaup!

Þeir í Hagkaup voru að reyna að plata inn á mig kartöflum á 1250 krónur kílóið! Mér fannst það aðeins of dýrt og skilaði kartöflubakkanum á kassanum. Varð að dröslast með kartöflurnar þangað því þær voru ekki merktar í hillunni.

Reyndar var um að ræða niðurbrytjaðar kartöflur í álbakka með einstaka bút af sætum kartöflum  - svona 5% af heildinni - sem ætlaðar voru beint á grillið. Þeir kölluðu þetta líka kartöflusalat - en innihaldið var þó bara brytjaðar kartöflur -  hefðbundnar og sætar -  með smá jurtaolíu.

En mér er alveg sama - 1250 krónur kílóið!

Ætli doktor Gunni viti af þessu?

(Álbakkinn 400 gr. var á 499 kr)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ræktaður bara þínar kartöflur sjálfur, skerðu þær niður, sykraðu, grillaðu, éttu og ullaðu svo á Hagkaup.

Halla Rut , 29.5.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Kári Harðarson

Góðu fréttirnar eru að þetta er ekki einokun, bara venjuleg viðskipti.  Þarna eiga hugsandi menn að labba í burtu, og gera það vonandi.

Eins og sagt er um Lottó:  skattur á heimskingja.  Eða líka:  "A fool and his money will soon be parted".

Kveðja, Kári

Kári Harðarson, 30.5.2008 kl. 09:19

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

yfirgengilegt verð....gott hjá þér að skila þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 30.5.2008 kl. 11:13

4 identicon

Nískupúki! Það er Pólsk kona með lúsarlaun í ónýtum krónum og fimm börn á framfæri í evrum búin að puða við að sneiða þetta ofan í þig og pakka inn og þú tímir ekki að borga launin hennar. Hvurslax mannvonska er þetta maður?

Hrannar bróðir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband