Borgarráð beiti sér fyrir Bitruvirkjun!

Borgarráð á að beita sér fyrir Bitruvirkjun sem stjórn Orkuveitu Rerykjavíkur blés af í vanhugsuðu taugaveiklunarkasti án þess að kryfja málið til mergjar í kjölfar álits Skipulagsstofnunar um umvherfisáhrif, en Skipulagsstofnun hefur lýst því yfir að stofnunin hafi ekki verið að „leggjast gegn" eða „hafna" byggingu Bitruvirkjunar!

Mynd mbl.is með fréttinni Óskar Bergsson vill að ákvörðun um Bitruvirkjun verði endurskoðuð er lýsandi fyrir málflutning andstæðinga Bitruvirkjunar, því þar sést ósnortin, falleg náttúra og myndatextinn: "Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun".

Með myndbirtingunni er gefið í skyn að um sé að ræða algerlega ósnortið svæði og vísað til hins víðfeðma Hengilssvæðis.  Ég hefði kosið að myndin sýndi rafmagnsmöstrin og rafmagnslínurnar sem liggja nánast yfir þann stað sem Bitruvirkjunin átti að rísa!

Ef ekki er unnt að byggja vistvæna virkjun við Bitru - þá getum við alls ekki byggt virkjanir til umhverfisvænnar raforkuframleiðslu!


mbl.is Óskar Bergsson vill að ákvörðun um Bitruvirkjun verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála... og myndin er ekki þar sem virkjunin verður, nema menn skilgreini alla Hellisheiðina sem virkjunarsvæði Bitru.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Framsóknarmenn eru samir við sig, allavega í virkjanamálum. Greinilegt að miklir S(ér)-hagsmunir eru í húfi. Er nokkur furða hvað fylgið mælist lítið við Ex-bé?

Verst finnst mér þegar ég heyri innvígða Framsóknarmenn fabúlera um að þeir séu umhverfissinnar...

Sigurður Hrellir, 29.5.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi Hrellir gamli vin!

Takk fyrir síðast!

En ...  þetta er spurning um meðalhóf.

Ef við ætlum á annað borð að nýta orkulindir til vistvænnar raforkuframleiðslu - þá er rétt að virkja þar sem umhverfisspjöll eru í lágmarki. Bitruvirkjun er ekki á óspjölluðu svæði!

Getur þú bent mér á einhvern blett á Íslandi sem þú ert til í að virkja?

Þetta hefur ekkert með sérhagsmuni að gera - heldur þjóðarhagsmuni!

Hallur Magnússon, 29.5.2008 kl. 16:41

4 identicon

Ef þú heldur að fyrirhuguð Bitruvirkjun sé vistvæn legg ég til að þú lesir vandlega eftirfarandi pistla:

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/516190/
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/521002/
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/539488/

Hlustaðu svo á Spegildviðtölin við Stefán Arnórsson, Þorstein Jóhannsson og Sigurð Þór Sigurðarson sem eru í tónlistarspilaranum á bloggsíðunni minni. Mér hefur virst þú vera ágætlega vel gefinn og því treysti ég þér til að læra heilmikið á þessum lestri og þessari hlustun.

Svo skaltu lesa fleiri pistla á blogginu mínu og íhuga hvers konar spilling og vitleysa er á bak við þessa óþörfu virkjun. Enginn hefur verið að fetta fingur út í Hverahlíðarvirkjun, stækkun Hellisheiðarvirkjunar og síðan eru tvær á teikniborðinu í Þrengslunum. Ef þetta nægir ekki þá veit ég ekki hvað er á seyði í íslensku þjóðfélagi!

Lára Hanna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:28

5 identicon

Það er óralangt í frá að þetta komi þjóðarhagsmunum nokkurn skapaðan hlut við. Þarna eru sérhagsmunaaðilar að reyna að sölsa undir sig orkuauðlindir þjóðarinnar í mjög vafasömum tilgangi.

Lára Hanna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:31

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæta Lára Hanna!

Kærar þakkir í hlý orð í minn garð.

Ég mun skoða þessi blogg - og hlusta á Spegilviðtölin -  Mikilvægur þáttur Spegillinn!

Hallur Magnússon, 29.5.2008 kl. 18:58

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gafst upp á því að lesa bloggið hjá Láru Hönnu enda sá lestur ótrúleg tímasónun.
Ef Óskar Bergsson vill þetta og flugvöllinn hversvegna hengir hann sig svona fast við vg í borgarstjórn.

Óðinn Þórisson, 29.5.2008 kl. 19:12

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er rétt hjá þér Hallur, sérstaklega með rafmagnslínurnar, þar sem Bitruvirkjun bætir við sömu línur sem eru þar fyrir. Náttúran þarna er jafn ósnortin og mín eigin!

Ívar Pálsson, 29.5.2008 kl. 22:04

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Hallur minn og takk fyrir síðast sömuleiðis. Ég vona að við getum fengið gamla F-bekkinn okkar til að koma saman við tækifæri eins og við töluðum um.

Varðandi bletti sem hægt væri að virkja þá held ég að Lára Hanna hafi nefnt nokkra ásættanlega kosti. Sjálfur vil ég algjörlega takmarka nýjar virkjanir við eftirspurn frá starfsemi sem lítið mengar og borgar gott verð fyrir orkuna. Álver og olíuhreinsunarstöðvar eru alls ekki innan þess ramma. Það er vonandi ekki langt í að hægt verði að virkja sjávarföll og hafstrauma. Ég mun reyna af öllum mætti að halda aftur af Framsóknarmönnum og öðrum ágengum virkjanasinnum þangað til!

Svo held ég að þeim Óðni Þórissyni og Gunnari Th. sé hreint ekki viðbjargandi. Það er ótrúleg tímasóun að rökræða við þá kumpána. Og Ívar gæti þess vegna verið náttúrulaus, hvað veit ég?

Sigurður Hrellir, 29.5.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband