Sjálfstæðara og sterkara Alþingi takk!

Lokaorð greinar Þórlindar Kjartanssonar formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna í Fréttablaðinu er nánast eins og töluð úr mínu hjarta:

 "Sterkt og sjálfstætt þing á að vera mótvægi við skriðþunga  framkvæmdavaldsins. Það er ennfremur líklegt til þess að standa betur vörð umréttindi einstaklinga en stofnanir; enda er það svo að flest mál sem varða frelsi einstaklinga eru sett fram að frumkvæði óbreyttra þingmanna. Þessum málum, eins og öðrum þingmannamálum, er fórnað í þinghaldinu til þess að löggjöf frá ríkisstjórninni fái greiðari siglingu. Þetta er þó ekki sjálfsagður hlutur, nema ef þjóðkjörnir þingmenn sætta sig við að vera undirstofnun ríkisstjórnarinnar en ekki sjálfstæður hluti ríkisvaldsins."

Reyndar á það ekki að vera mál þingmanna að sætta sig við að vera undirstofnun ríkisstjórna! Almenningur á rétt á því að þeir gegni hlutverki sínu sem ábyrgt löggjafarvald óháð framkvæmdavaldinu!

Það er óþolandi hvernig Alþingi er og hefur verið afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið - ríkisstjórnina - núverandi og þær sem áður haga setið.

Alþingi á að vera sterkt og sjálfstætt.

Þess vegna er það forgangsatriði að ráðherrar segi af sér þingmennsku meðan þeir gegna ráðherraembætti og kalli inn varamenn til setu. Þess vegna er það forgangsatriði að styrkja þingið og þingmenn í störfum sínum. Þess vegna á að heimila þinginu að setja á fót sértakar þingnefnir til að skoða einstök mál er upp kunna að koma - án aðkomu ríkisvaldsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Hallur. Ég er þessu algjörlega sammála. Formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætti að taka þetta upp við flokksmenn sýna því enginn flokkur hefur jafnlengi komið í veg fyrir aukið sjálfstæði Alþingis og róttækar breytingar á íslenskri stjórnskipun einkum með því að skapa skarpari skil á milli löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds og tryggja stöðu löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Eitt af því sem væri nauðsynlegt að gera t.d. er að ráðherrar fari út af þingi og hætti þingmennsku þegar þeir verða ráðherrar.  Ég hef verið þeirrar skoðunar í langan tíma að r áðherrar ættu ekki að geta verið þingmenn líka. Þá skiptir máli að sama virðing verði borin fyrir frumvörpum og þingsályktunartillögum þingmanna og stjórnarfrumvörpum og tillögum.  Eitt af því sem þar kemur til skoðunar er að afgreiða mál í þeirri röð sem þau koma fram nema t.d. 3/4 alþingismanna samþykki frávik.

Hér er um mjög brýnt mál að ræða og þetta er góð umræða og ég er ekki að benda á þetta og stöðnunina í Sjálfstæðisflokknum til að gera lítið úr skoðunum Þórlinds Kjartanssonar.  Ég bendi hins vegar á að það verður ekki þróun í jákvæða átt í þessu efni nema þeir Sjálfstæðismenn samþykki að virða þrígreiningu ríkisvaldsins með breytingu á lögum og stjórnskipunarlögum.

Jón Magnússon, 28.5.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

100% sammála

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.5.2008 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband