Landsbankamaður kallar eftir rannsóknarsetri sem bankarnir höfnuðu 2003!

“Mikil óvissa er á fasteignamarkaðnum, enda sárvantar ýmislegar tölulegar upplýsingar um stöðuna í byggingargeiranum ...Það er mikilvægt fyrir fjármálafyrirtæki að hafa nýjustu upplýsingar í höndunum þegar teknar eru ákvarðanir um lán til einstaklinga og fyrirtækja”. 

Þannig hljóð inngangur að viðtali við Ara Skúlason forstöðumann fyrirtækjasviðs Landsbankans í sjónvarpsfréttum.  Í fréttinni segir Ari  meðal annars: 

“... öll statistikk um byggingarstarfsemi er í raun og veru  kaldakoli...hér á landi er alveg ótrúlega lítill áhuga á því að safna upplýsingum vinna þær og gefa þær út.”

... og Ari kallar eftir stofnun sem safni slíkum upplýsingum!

Alveg er ég innilega sammála Ara, enda átti ég - þótt ég segi sjálfur frá - stærstan þátt í að sett var á fót Rannsóknarsetur í húsnæðismálum á Bifröst árið 2003. Markmiðið var að byggja upp faglega, óháða rannsóknarmiðstöð í húsnæðismálum sem meðal annars safnaði upplýsingum sem Ari saknar svo mjög.

Hins vegar varð uppbygging rannsóknarsetursins ekki eins mikil og til stóð  - einmitt vegna andstöðu bankanna!  Sannleikurinn er nefnilega sá að bankarnir vildu ekki samstarf við rannsóknarsetrið þar sem til þess var stofnað meðal annars af Íbúðalánasjóði!  Því varð aldrei forsenda til að afla þeirra upplýsinga sem til stóð - því gott samstarf við bankana var ein forsenda starfsins.

Því miður varð rannsókarsetrið aldrei mannað nema af einum manni - Magnús Árna Skúlasyni - og var starfsemi þess ekki áfram haldið eftir að upphaflegum 3 ára samningstíma vegna þess lauk.  Ég verð að segja að ég er afar ósáttur við félagsmálaráðuneytið að hafa dregið sig út úr verkefninu - í stað þess að efla það eins og til stóð.

Nú þegar Landsbankinn er búinn að átta sig - þá væri kannske ekki úr vegi að endurreisa rannsóknarsetrið - og gera það öflugt!

Hér á eftir fer hluti fréttatilkynningar sem senda var út í tengslum við stofnun rannsóknarsetursins.

"Stjórn Rannsóknarseturs í húsnæðismálum verður skipuð þremur fulltrúum tilnefndum af Íbúðalánasjóði, félagsmálaráðherra og Viðskiptaháskólanum á Bifröst.

Við stofnun rannsóknarsetursins verður sett á fót rannsóknarstaða í húsnæðismálum sem fjármögnuð verður af  Íbúðalánasjóði og Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Gert er ráð fyrir að í rannsóknarstöðuna verði ráðinn vel menntaður hagfræðingu með haldgóða þekkingu á íslenskum fjármála- og fasteignamarkaði. Viðkomandi mun veita Rannsóknarsetri í húsnæðismálum forstöðu.

Verkefni Rannsóknarseturs í húsnæðismálum verður að vinna að víðtækum rannsóknum á húsnæðis- og fasteignamarkaði, meðal annars í tengslum við spálíkan fyrir fasteignamarkað á höfuðborgarsvæðinu, sem unnið hefur verið af nemendum við Viðskiptaháskólann á Bifröst í samstarfi við Íbúðalánasjóð. 

Einnig mun Rannsóknarsetrið hafa umsjón með sérstakri gagnaöflun og úrvinnsla upplýsinga á sviði húsnæðismála, samkvæmt sérstökum samningi við félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóð, og eftir atvikum við fleiri aðila. Þá er rannsóknarsetrinu ætlað að vera stjórnvöldum og fagaðilum til ráðuneytis um húsnæðismál, einkum félagsmálaráðuneyti og Íbúðalánasjóði."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband