Þjóðstjórnarhugmynd Heimdallar bjarghringur Sjálfstæðisflokksins?

Fjarvera borgarstjórans í dag var táknræn - þegar samþykkt var að kanna hagkvæmni lestarsamgangna - en borgarstjórinn hafði reynt að koma hugmyndum um lestarsamgöngur út af teinunum með því að fresta afgreiðslu tillögu þess efnis á síðasta fundi, enda ávísun á brottflutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins raun og veru vilja!

Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn, Samfylking og VG náðu saman um málið - sem gæti verið fyrsta skrefið í að mynda þjóðstjórn allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu ópólitísks borgarstjóra! Fjarvera borgarstjóra í dag gæti einnig verið tákn um slíkt!

En er þjóðstjórnarhugmynd formanns Heimdallar kannske bjarghringur Sjálfstæðisflokksins - og leið unga fólksins - Gísla Marteins og Hönnu Birnu - til að tryggja sér stöðu sem framtíðarleiðtogar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík? 

Það er allavega skoðun G. Valdimars Valdemarssonar í athugasemd við pistil minn Sammála formanni Heimdallar - þjóðstjórn í Reykjavík!

 G. Valdimar segir:

"En er það rétt að henda bjarghring til íhaldsins í þeirri stöðu sem þeir hafa komið sjálfum sér í.  Það er skiljanlegt að menn hafi áhyggjur af því ástandi sem upp er komið í Reykjavík og vilji reyna að skipa málum þannig að líklegt sé til árangurs.  En hver er staðan?  Borgarstjóri er leppur Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar og situr í hans skjóli og Vilhjálmur hefur öll spilin á hendi þegar kemur að því að ákveða hver tekur við af núverandi borgarstjóra.  

Það er ljóst að innan borgarstjórnarflokks íhaldsins er hver höndin uppi á móti annarri og amk þrír sækjast eftir því að verða borgarstjórar þegar kemur að þeim að taka við.  Gísli Marteinn og Hanna Birna njóta takmarkaðs stuðnings í eigin röðum og hugnast greinilega ekki Vilhjálmi.  Það er því líklegt að ef hann tekur ekki sjálfur stólinn muni hann setja Júlíus Vífil sem borgarstjóra sem einhverskonar málamiðlun í þeirri baráttu sem er innan borgarstjórnarflokksins.  Júlíus Vífill hefði því forskot í komandi prófkjöri og væri líklegasti kostur sem borgarstjóraefni í komandi sveitarstjórnarkosningum.  

Allt þetta klúður skrifast á Sjálfstæðisflokkinn og það er ekki hlutverk minnihlutans í borgarstjórn að rétta þeim hjálparhönd við að klóra yfir klúðrið.   Það eru augljósir hagsmunir hluta Sjálfstæðisflokksins að losa þá pattstöðu sem þeir hafa komið sér í og þaðan eru þessar raddir um þjóðstjórn í Reykjavík sprottnar.  Ég segi nei takk, látum þá taka til eftir sig og leysa sín mál án hjálpar frá minnihlutanum."

Þetta kann að vera rétt hjá G. Valdimar!

En ég held samt að þjóðstjórn í borginni sé rétta leiðinn - þótt það þýði að bjarghring verði hent til Sjálfstæðisflokksins!


mbl.is Borgarráð skoðar hagkvæmni lesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Áhugaverðar pælingar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.3.2008 kl. 07:40

2 identicon

Í guðs bænum ekki blanda orðinu þjóðstjórn yfir alstjórn borgarinnar. Hugmyndin er frekar sökka Sjálfstæðisflokksins enda myndu þeir þar með endanlega viðurkenna vanmátt sinn til stjórnar. Á þessum fundi borgarstjórnar var "minnihlutinn" með meirihluta og getur alveg stjórnað án ólafssmurðan Sjálfstæðisflokks. Í pólitík er bjarghringjum ekki kastað. En það þarf að frelsa borgarana undan þessari vitleysu. Það gerist ef Ólafur F. hættir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband