Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og endurnýjað þvottahús!

Það var sérkennileg upplifun að hafa á sama degi verið talinn annars vegar genginn í Samfylkinguna og hins vegar vera talinn Sjálfstæðismaður á leið úr skápnum í Evrópumálum. Hvorutveggja var að finna í athugasemdum við pistil minn Ráðherra Björgvin, stattu þig drengur!

Þessar athugasemdir voru þó ekki ástæðan fyrir nokkurra daga bloggfríi hjá mér - en kunningi minn taldi það geta hafa verið!

Ástæðan var einfaldlega sú að konan var búin að fá nóg af gamla þvottahúsinu - enda orðið nokkuð sjúskað - og vildi gera það upp!

Það var því ekkert annað að gera en að taka upp stóru sleggjuna - brjóta niður það sem brjóta þurfti, mála og flísaleggja, henda upp nýrri innréttingu - setja upp nýjan vask, handklæðaofn og ný ljós.

Þetta tók á skrifstofublókina - bæði andlega og líkamlega. Fingurnir helaumir og ekki takkaborðshæfir - strengir á sérstökum stöðum þrátt fyrir þokkalega ástundun í líkamsræktinni að undanförnu - og sálin átti í erfiðleikum með að sætta sig við klaufaskapinn á stundum.

Veit ekki hvar þetta hefði endað ef ég ætti ekki góða að sem réttu hjálparhönd - en markmiðið náðist - nýtt þvottahús tilbúið á konudaginn!

Fingurgómarnir eru að koma til á ný - svo ég get aftur farið að vinna við tölvuna - og blogga. Ekki viss um að öllum þyki það til bóta ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert samhengi "nýtt þvottahús fyrir konudaginn"! Einhverjar nýjar áherzlur í gangi hjá þér?

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Hallur Magnússon

 Það var nú bara tilviljun að konudagurinn var sá sunnudagur sem við þurftum helst að hafa klárað verkið - brjáluð vinna hjá mér þessa vikuna - svo ekki var gott að þetta drægist yfir helgina.  En ég get sagt þér að það er allt annað líf að setja í vélina, taka úr þurrkaranum og brjóta saman þvottinn í nýja þvottahúsinu! Segi samt ekki að mér finnist það skemmtilegt ...

Hallur Magnússon, 26.2.2008 kl. 12:51

3 identicon

"Skemmtilegt" er afstætt og gott þvottahús getur jú verið hið hentugasta afdrep, því það er vandfundin sú eiginkona, sem ræðst í að trufla manninn við störfin í þvottahúsinu

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:05

4 identicon

Flott hjá ykkur kem fyrr en seinna og tek út þvottahúsið hjá ykkur alltaf gaman að sjá svona breytingar. Kveðja Lína

Lína (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband