Gott innlegg hjá Gísla Marteini sem vill byggð í Vatnsmýri og Örfirisey!

Það var gott innleggið hjá frænda mínum Gísla Marteini í fréttum RÚV þar sem hann segir áríðandi að hugsa til framtíðar og skipuleggja ný hverfi í Reykjavík. Hann vill byggð í Vatnsmýri og í Örfirisey og segir þjóðhagslegan sparnað af því geta numið allt að fimm mijörðum á ári miðað við byggð austast í borginni.

Gísli Marteinn ætlar ekki að lúffa fyrir pólitískum stundarhagsmunum sem felast í því að hafa núverandi borgarstjóra góðan fram yfir kosningar.

Gísli Marteinn segir að eingöngu sé búið að skipuleggja byggð fyrir 12.000 manns í Úlfarsfelli þar sem framkvæmdir eru hafnar. Í Örfirisey væri hægt að reisa byggð fyrir 15.000 manns ef samgöngur þar yrðu bættar og í Vatnsmýri fyrir 20.000 manns. Þá verður flugvöllurinn reyndar að færast til eins og hver heilvita maður ætti að sjá - með allri virðingu fyrir afstöðu margra góðra vina minna af landsbyggðinni!

Þarna fylgir Gísli Marteinn eftir baráttumáli frænda míns Björns Inga sem vann hörðum höndum að undirbúa skynsamlega íbúðabyggð í Örfirisey.

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar 438.000 árið 2050. Hlutfall höfuðborgarbúa af heildarmannfjölda landsins er 37,6%. Verði það hlutfall óbreytt árið 2050 má gera ráð fyrir að Reykvíkingum fjölgi um 47.000 á næstu fjórum áratugum.

Það er því eins gott að huga að skynsamlegri uppbyggingu byggðar - og ganga frá Sundabraut í göng sem allra fyrst - til að anna óhjákvæmilegri umferð.  Hugmyndir "ónefndra heimildarmanna ríkisútvarpsins" sem hafa ákveðið að vinna gegn Sundabrautargöngum með neðanjarðarstarfsemi - gegn þeirri aðgerð ætti að grafa í snatri ef þessi spá Hagstofunnar gengur eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæll Hallur. Það er eins og einhverjir kaupmenn á Laugavegi hafi ruglað ykkur frændurna í rýminu og þessi ruglaði boðskapur hefur farið eins og sinueldur í stóran hluta borgarbúa.

Flugvöllurinn fer aldrei enda getur hann ekki verið á betri stað, þessar rannsóknir á Hólmsheiði  eru tómt bull, þarna eru fjallabylgjur úr mörgum áttum, þoka og snjóþyngsli.

Sturla Snorrason, 31.1.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Flugvöllurinn fer auðvitað aldrei upp á Hólmsheiði í 120 metra hæð yfir sjávarmáli og á næstu hæð við stærsta vatnsból Reykvíkinga.  Það er auðvitað algerlega fráleit hugmynd.

Hins vegar er mun betri hugmynd að fara með hann á uppfyllingu út á Faxaflóa annað hvort við Löngusker eða annað.  Þangað gætum við nefnilega sameinað bæði Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll.  Þetta yrði dýr aðgerð en hagnaðurinn yrði a) sala á landinu og uppbygging í Vatnsmýrinni b) akstur til og frá Keflavík vegna flugvallarins væri úr sögunni c) aðeins þyrfti að reka einn innanlands og millilandaflugvöll þar sem farþegar utan að landi gætu farið á milli innanlandsflugs og millilandaflugs án þess að keyra 50 km. d) hægt væri að selja restina af flugvallarsvæðinu í Keflavík sem og flugstöðina.  T.d. væri hægt að nota það svæði sem fríverslunarsvæði milli Evrópu, Ameríku og Asíu (flug yfir pólinn eftir nokkur ár) svo eitthvað sé nefnt.

Það er alltaf verið að spyrja rangra spurninga í flugvallarmálinu.  Það er alltaf verið að spyrja HVORT menn vilji að flugvöllurinn fari í staðinn fyrir að spyrja HVERT fólk vill að flugvöllurinn fari.  Það er ekkert mál að svara HVORT en það er miklu flóknara mál að svara HVERT og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 31.1.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Bendi bara á fyrri blogg mín - td. Löngusker langbesti kosturinn! 

Sturla! Veit að þú ert ekki sammála mér!  En mér finnst hugmynd þin um að byggja upp nýjan austurbæjarmiðbæjarkjarna á Geirsnefi mjög góð - enda staðsetningin góð og þetta leysir mörg skipulagsleg mál.

Það breytir hins vegar ekki því að Sundagöng yrði vænlegur kostur - vegna byggðar í Vatnsmýri og Örfirisey - sem ég held að eigi líka að reisa.

Hallur Magnússon, 31.1.2008 kl. 22:04

4 identicon

Flugvöllurinn fer....til Keflavíkur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 09:30

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flugvöllurinn fer...

Óskar Þorkelsson, 1.2.2008 kl. 12:18

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

asskoti ertu frændsamur maður

Brjánn Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 13:21

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Við förum öll á undan flugvellinum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.2.2008 kl. 17:03

8 Smámynd: haraldurhar

Sammála að við þurfum flugvallarstæðið undir íbúðarbyggð, og einning stóran hluta Skerjafjarðar.  Flugvöllurinn fer á Hólmsheiði, eða lögð verur einteiningur suður á völl. Flugstöðinn flutt aftur á sinn gamla stað., því óþolandi er að þurfa keyra um 15 km. með fram flugvellinum.

haraldurhar, 1.2.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband