Bæjarútgerð Reykjavíkur að ganga frá Akranesi sem útgerðarbæ?

Svo virðist sem Bæjarútgerð Reykjavíkur - sem nú nefnist HB Grandi - sé að ganga frá Akranesi sem útgerðarbæ! Og það einungis nokkrum mánuðum eftir að hafa slegið sér á brjóst og sagst ætla að renna styrkum stoðum undir fiskvinnslu á Skaganum.  Hefði ekki verið nær að halda sig við fyrri áform, styrkja vinnsluna á Akranesi og draga úr henni hér í Reykjavík - þar sem nóg er að bíta og brenna?
mbl.is Svartur dagur í sögu Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur: hvað eru mörg útgerðarfyrirtæki búin að ganga frá mörgum útgerðarbæjum á síðustu árum?  Bókstaflega skilja þau eftir deyjandi.  Hringinn í kringum landið. Í nafni hagræðingar.  Ég kann ekki tölurnar en kannski manst þú þær.

alla (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Já, en hefði samt ekki verið nær að styrkja vinnsluna á Akranesi og draga úr henni hér í Reykjavík - þar sem nóg er að bíta og brenna.

Hallur Magnússon, 28.1.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er hefnd HB Granda fyrir að fá ekki að halda lóðinni á Granda ef þeir mundu flytja upp á skaga.. Þeir eru að sýna klærnar.

Óskar Þorkelsson, 28.1.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Hallur.

 

Bæjarstjórn Akranes berst fyrir því að halda lífi í fiskvinnslunni upp á Skaga, enda sannir Skagamenn þar á ferð en útkoman var svartur dagur fyrir Skagann því miður.

Nú hafa um 540 störf tapast á landsbyggðini  og arfleiddstörf er annað eins eða um 1080 störf alls þó svo að einhverjar enduráðninga verði er skaðinn er mikill fyrir útgerðarbæina kringum landið og landið sjálft og þetta er rétt að byrja.                       

Afi þinn var um tíma stýrimaður á Akurey AK 77 ein 6 eða 7 ár einn af nýsköpunar togurunum eign Bæjarútgerðar Akranes, enda rennur blóð til skyldunnar eins og oft er.

Mikið gæfi ég fyrir það að Bæjarstjórnir sem hafa starfað í Hafnarfirði berðust  líkan á sama hátt og Skagamenn, ekki nóg með það að þeir flytji atvinnu úr Firðinum eins og nýlegar kosningar bera með sér um 130 störf farin í járniðnaðinum úr bænum og til austur lands.

Heldur gáfu þeir kvóta Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar til Samherja á sínum tíma á árunum 1986 1988 þó svo að samningarnir kvæðu svo um að sú ákvörun væri ekki einhliða um kvótan.

 

 Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 28.1.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Hallur, það er eiginlega bara brandari að þú skulir setja þetta upp svona. Lestu fyrstu ath frá "alla"  Af hverju byggði ekki HB upp vinnsluna í Sandgerði á sínum tíma þegar þeir hirtu Miðnes?

Það var nóg að gera á Akranesi þá. Með Járnblendið og voru að fá álver og göng.

Gleymdu svo ekki að brjóst þeirra sem eftir eru í útgerð eru orðin frekar mikið barin.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 29.1.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

BÚR? sem fyrst varð að Granda hf og síðar, við samruna, að HB Granda? leiðréttu mig fari ég með fleipur.

sama fyrirtækið. svona eins og kústur sem á hefur bæði verið skipt um haus og skapt, er þó sami kústurinn.

Brjánn Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 06:07

7 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Á örfáum árum hefur Akranes misst frá sér nær allar fiskveiðiheimildir. Þróunin hefur verið með ólíkindum en ekkert einsdæmi - því miður. Sjá http://www.magnusthor.blog.is/blog/magnusthor/entry/428157/

Magnús Þór Hafsteinsson, 29.1.2008 kl. 09:09

8 identicon

Já það er óhætt að segja að sjávarútvegurinn skilji eftir sig slóð atvinnuleysis og óhamingju víðsvegar um landið. Ég vil nefna að á Siglufirði þá er starfsemi Ramma áður Þormóður Rammi nánast engin það er búið að breyta frystihúsinu í skrifstofu og það er eina starfsemin í dag staðreynd. Eftir að Síldarverksmiðjur ríkisins var breytt í SR-mjöl og síðan eignaðist SVN það allt saman þá er nú búið að ákveða að leggja niður bræðsluna á Siglufirði en það var byggt nýtt þurrkarahús með þremur nýjum þurkurum og kostaði þetta um einn miljarð en nú níu árum seinna þá er þetta slegið af og innvolsið rifið niður. Þetta er staða sjávarbyggðanna víðsvegar um landið. Störfum tengdum sjávarútvegi hefur fækkað á Siglufirði einum um 300 á síðastliðnum tíu árum já á tíu árum takk fyrir.

Hermann Einarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:40

9 identicon

fólk ætlar seint að skilja það að allur peningurinn er í Höfuðborginni og þangað vilja þeir sem eru í bisness að svo sé,burt frá öllum spekulasjónum, hvað sagði ÚA forstjórinn og eigandinn, "ÚA fer aldrei frá Akureyri" en fáir vissu það að um leið og hann sleppti orðunum var öllu skrifstofu liðinu hjá ÚA á Akureyri sagt upp, og skrifstofan flutt suður, skipin eru núna komin suður undir RE merkingum. landsbyggðarfólk verður bara að átta sig á því að þetta er það sem það er búið að kjósa yfir sig, ég undrast alltaf að sjá og heyra það þegar fólk á landsbyggðinni er að kjósa grjótharða bisness stjórnmálaflokk sem eru skítt sama um landsbyggðina, svo einfaldir eru landsbyggðarfólk, hugsiði ykkur öll fyrirtækin í framleiðslu sem voru á Akureyri, mörg seld suður og önnur lögð niður til þess að vera ekki í samkeppni við fyrirtækin á suðvestur horninu, fyrirtæki sem voru búin að starfa í áratugi og vel þekkt erlendis og alltaf lofuðu þingmenn norðurlandsins öllu upp í ermina en svo eru þær persónur horfnar á braut suður, búin að gera sitt gagn fyrir velunnara sins flokks,

 þetta heldur áfram þar til ekkert verður eftir, nema á 1 stað Vestfjarða, 1 stað norðurlands,1-2 stöðum austanlands, og 1 stað sunnanlands

stýri

Tryggvi (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband