Tökum upp færeysku krónuna!

Krónan er ekki gjaldmiðill fyrir 21. öldina. Allavega ekki sú íslenska. Hef um nokkurt skeið lagt til að við tækjum upp færeysku krónuna – ef menn vilja ekki nota orðið “Evra”. Færeyska krónan er beintengd dönsku krónunni – sem er tengd evrunni – en með hóflegum vikmörkum. 

Nú hefur Egill Helgason tekið undir með mér ítrekað - síðast í bloggi sínu í dag. 

Þegar við höfum tekið upp færeysku krónuna - þá getum við í alvöru farið að ræða um afnám verðtryggingar á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þýðir "afnám verðtryggingar" nákvæmlega?  Er það bann við notkun á öllum neysluverðsvísitöluafleiðum?  Eða þýðir það að ÍLS og/eða Fjársýsla Ríkisins hætti með verðtryggð bréf?  Á að hætta með verðtryggingu á lífeyrisskuldbindingum?  Á að banna verðtryggða innlánsreikninga?  Verður þá ekki að banna CPI afleiðurnar (http://www.omxgroup.com/digitalAssets/30630_Forwards_on_Icelandic_CPI_eng_070704.pdf), því með þeir er hægt að búa til verðtryggingu?

thorvaldur (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Þorvaldur.

Þú verður að spyrja aðra en mig um hvað "afnám vertryggingar" nákvæmlega þýðir.

Mín skoðun er sú að hávær krafa ýmissa um "afnám verðtryggingar" sé hjóm eitt á meðan við höldum íslensku krónunni.  Sumir hafa gengið svo langt að það eigi að banna verðtryggingu. Það er galið. 

Ég er ekki þeirrar skoðunar.  Að sjálfsögðu á okkur að vera frjálst að miða fjárskuldbindingar okkar við neysluverðssvísitöluafleiður. Við skulum ekki gleyma því að sala verðtryggðra skuldabréfa hefur verið sá flokkur skuldabréfa sem hraðast hefur vaxið á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Sífellt fleiri útgefendur hafa boðið upp á verðtryggða skuldabréfaflokka.

Ein ástæða þess að við gátum selt íbúðabréf ÍLS í íslenskum krónum erlendis var sú gengisáhættuvörn sem felst í verðtryggingunni.

Þá vil ég hafa samningsfrelsi um það hvort ég hef fjárhagslegar skuldbindingar mínar vertryggðar eða ekki.  Ég myndi væntanlega aldre taka langtímalán í íslenskum krónum óverðtryggt - því það veit hver sem raunverulega hefur kynnt sér málið að raunvextir slíkra lána yrðu hærri en verðtryggðir vextir - vegna óvissuálags í óverðtryggðu vöxtunum.

Hallur Magnússon, 30.12.2007 kl. 12:51

3 identicon

Já, það er galið að banna verðtryggingu og slagorðið "afnám verðtryggingar" er sennilega ekki úthugsað.

Aðalgallinn við vinsældir verðtryggingarinnar finnst mér vera að það eru í raun tveir litlir gjaldmiðlar í landinu og Seðlabankinn getur bara stjórnað öðrum þeirra með beinum hætti.  Ég vildi óska þess að ÍLS, sem er "trendsetter" á íbúðalánamarkaði, myndi bjóða upp á lán með óverðtryggðum fljótandi vöxtum.  Ég gæti hugsað mér að taka svoleiðis íbúðalán ef álagið er ekki stórkostlegt.  En ég skil líka að margir myndu frekar vilja verðtryggð lán vegna langs meðaltíma sem lætur þau líta út fyrir að vera léttari byrði.  Og vissulega hafa þau borið lægri raunvexti gegnum tíðina.

thorvaldur (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Þorvaldur.

Ég er svo innilega sammála þér. Held ég sé ekki að brjóta neinn trúnað - sem ég þarf að halda þótt ég sé hættur hjá Íbúðalánasjóði - þegar ég upplýsi að "við" hjá Íbúðalánasjóði höfum að sjálfsögðu viljað auka vöruframboð okkar til að þjóna þeim sem við eigum að þjóna.

Fer ekki út í smáatriði í því hvað "við" höfum stungið upp á undanfarin misseri - en stjórnvöld hafa ekki viljað auka vöruúrvalið í ÍLS - líklega vegna efnahagsástandsins.  Undirstrika að Íbúðalánasjóur vinnur eingöngu innan þess ramma sem löggjafarvaldið - Alþingi - setur okkur - og þess ramma sem félagsmálaráðuneytið setur á grunni þeirrar lagasetningar.

Eitt af því sem "við" höfum barist fyrir undanfarin ár - með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi - er afnám takmarkanna vegna brunabótamats.  Það hefur lengi verið opinbert - þannig að ég ger skýrt frá því!

Hallur Magnússon, 30.12.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband