Fyndinn - en óheppilegur misskilningur Markaðarins

Það er fyndinn en fyrir mig óheppilegur misskilngur Markaðarins - fylgiblaðs Fréttablaðsins - sem birtist á baksíðu þess annars ágæta blaðs í dag.

Í "frétt" blaðsins segir að ég hafi sagt upp störfum vegna þess að ég muni á næstunni verða snupraður fyrir frægan tölvupóst sem ég sendi fyrir löngu síðan af misgáningi á allan tölvupóstlistann minn hjá Íbúðalánasjóði, með útúrsnúningi úr auglýsingum Kaupþings, sem þá höfðu gengið um í netheimum um skeið.

Þetta er fjarri lagi!  Guðmundur Bjarnason snupraði mig samdægurs fyrir þessi mistök - sem eftir á að hyggja voru dálítið kímin. Það stendur ekki til að gera það aftur svo ég viti -  enda farið að styttast í að ég verði yfirhöfuð snupraður sem opinber starfsmaður þar sem ég á bara mánuð eftir sem slíkur!

Raunveruleg ástæða þess að ég hætti hjá Íbúðalánasjóði er einföld. Ég er búinn að vinna þar í rúm 8 ár og taka þátt í mörgum spennandi verkefnum. Mér fannst bara komið nóg og réttur tími til að skipta um vettvang. Flóknara er það ekki.

Á þessum 8 árum hef ég öðlast mikla og víðtæka reynslu sem bættist við reynslubankann sem var töluverður fyrir.  Ég hef tekið þátt í miklum breytingum á starfsemi Íbúðalánasjóðs og í starfi þar átt samskipti og samstarf við fjölmarga öfluga aðila - innan lands og utan. 

Á síðasta ári var ég lánaður í sérverkefni í 6 mánuði til norska Húsbankans. Það var frábær tími og frábær reynsla. Í kjölfar þess fékk færeyska Almanna- og heilsumálaráðið mig til ráðgjafar vegna endurskipulagningar húsnæðismála í Færeyjum. Það var mjög spennandi og gefandi verkefni.

Það er ekki hvað síst á grunni jákvæðrar reynslu við vinnslu þessara nýlegu verkefna sem ég ákvað að stofna um mig fyrirtæki og reyna fyrir mér á vettvangi sjálfstæðrar ráðgjafar og sérfræðivinnu, þótt ég sé að sjálfsögðu einnig á útkíkkinu eftir nýju spennandi starfi ef það býðst!

Vegna þess að hin fyndni, en óheppilegi misskilningur Markaðarins, gæti orðið til þess að einhverjar efasemdir vöknuðu um getu mína og hæfni á þeim vettvangi sem ég hyggst nú halda inn á, fyrst um sinn í það minnsta, birti ég texta annarsvegar umsögn Hans Pauli Strøm, félags- og heilbrigðismálaráðherra Færeyja og hins vegar meðmælabréf frá Ronnie Thomassen verkefnisstjóra fyrrgreindra breytinga hjá Almanna- og heilsumálaráðinu vegna verkefna minna í Færeyjum: 

 Udtalelse vedrørende Hallur Magnússon

Hallur Magnússon har i 2007 ydet konsulenthjælp i forbindelse med arbejdet med den aktuelle færøske boligreform, som er det mest omfattende boligpolitiske initiative på Færøerne i de seneste 40 år.

I sin rådgivning har Hallur Magnússon koncetreret sig om den økonomiske aspekter af boligreformen. Han har udført er høj kvalificeret fagligt og professionelt arbejde, som har været af væsentlig betydning for den endelige udformning af boligreformen.

                                        Hans Pauli Strøm   Social- og sundhedsminister

Udtalelse vedrørende Hallur Magnússon 

I foråret og sommeren 2007 har Hallur Magnússon som konsulent været tilknyttet arbejdet med den færøske boligreform. Boligreformen bestod af en ny lejelovgivning, en ny lov om andelsboliger, samt en finansiel reform som omfattede en række ændringer af de eksisterende tre boligfonde.

 

Hallur Magnússon har primært rådgivet i forbindelse med boligreformens finansielle del, og i forbindelse med udarbejdelsen af visse dele af andelsboliglovgivningen. Samarbejdet med Hallur har været forbilledligt, og han har i sit arbejde vist gode evner til at påvise og analysere de centrale problemstillinger på de områder han har rådgivet. De løsningsforslag Hallur har foreslået har ligeledes været af sådan en kvalitativ karakter, at de direkte kunne anvendes til at foretage de nødvendige justeringer og ændringer af lovkomplekset. Min vurdering som projektleder er således den, at det havde krævet væsentligt flere ressourcer at opnå de samme resultater i lovgivningsarbejdet, hvis Hallur Magnússon ikke havde været tilknyttet projektet.

 

Helhedsvurderingen af Hallurs rådgivning i forbindelse med den færøske boligreform er, at denne har været af høj faglig og professionel kvaltet. Jeg kan på denne baggrund give Hallur Magnússon mine bedste anbefalinger.

                                                                 Ronnie Thomassen   projektleder

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gott hjá þér!  Þú ert öfundsverður! Af hverju sendirðu mér ekki þennan útúrsnúning? Kv.  B

Baldur Kristjánsson, 28.11.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hann var á ferðinni í janúar. Sendi þér hann um jólin -þá er ég ekki lengur opinber starfsmaður!  

Hallur Magnússon, 29.11.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband