Gagnaveitan áfram almenningsveita

Það er fagnaðarefni að Gagnaveita Reykjavíkur, þetta verðmæta dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, verði áfram almenningsveita. Það er æskilegt að til staðar sé trygg gagnaveita sem sjái fyrirtækjum og heimilum örugga ljósleiðaratengingu á hóflegu verði.

Tilvist veitunnar tryggir samkeppni - í stað fákeppni - og þar af leiðir lægra og stöðugra verð til neytenda en ella.

Hafa ber í huga að um er að ræða veitu sem tryggir söluaðilum stafrænnar þjónustu, stórum og smáum, aðgang að heimilum almennings. Það tryggir samkeppni að hafa almenningsgagnaveitu sem valkost í stað þess að mögulega þurfa einungis að reiða sig á stóra, sterka einkaaðila í fákeppni sem nýta fákeppnisaðstöðu sína til að hygla dreifingu efnis eigin fyrirtækja á kostnað annarra.


mbl.is Hætt við að selja Gagnaveitu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband