Matarskattslækkun mistök?

Það var athyglisvert að hlusta á Valgerði Sverrisdóttur halda því fram að lækkun matarskatts síðastliðið vor hafi verið efnahagsleg mistök. Með þessu tekur Valgerður ábyrgð á hluta þess vanda sem ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir í efnahagsmálum.

Það er hins vegar einnig athyglisvert að núverandi ríkisstjórn ætlar að halda áfram skattalækkunum með þeim efnahagslegu áhrifum sem slíkt kann að hafa.

Vonandi mun ríkisstjórnin hinkra með þær skattalækkanir þar til efnahagsástand leyfir - og þörf er á að ýta undir efnahafslífið.  Það er skynsamlegt - eins og það var skynsamleg áætlun hjá fyrri ríkisstjórn að bíða með hækkun íbúðalána í 90% af hóflegri íbúð þar til áætlaður slaki yrði á efnahagslífinu í lok árs 2006 og á árinu 2007 í kjölfar framkvæmda við álversbyggingu á Grundartanga og framkvæmdir á Austurlandi.

Sú skynsamlega áætlun varð reyndar að engu þegar bankarnir komu hömlulausir inn á húsnæðislánamarkaðinn á versta tíma - í miðri uppsveiflu haustið 2004 - og settu allt á hvolf með því að dæla inn fleiri hundruð milljarða inn í hagkerfið á stuttum tíma.

Sem betur fer er það einungis ríkið sem getur lækkað skatta - þannig að annar aðili getur ekki sett strik í reikninginn eins og bankarnir gerðu á sínum tíma.

Nú er framhaldið því einungis í höndum ríkisstjórnarinnar. Vonandi spilar hún vel úr spilunum - svo fyrirhugaðar skattalækkanir brenni ekki upp í verðbólgubálinu  og almenningur sitji uppi í verri stöðu en áður. Við viljum ekki sömu kreppuna og á árunum 1991-1995.

Svo er nú það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað voru það stórkostleg mistök að fara út í þessa matarskattslækkun.  En kanske ekki af efnahagslegum sökum, heldur því að þessi skattalækkun endaði ekki hjá þeim sem líklegast var að hún ætti að enda hjá þ.e. almenningi.  Nei, hún endaði öll í vösum kaupmanna og heildsala, eða finnur einhver fyrir því að hækkað hafi í buddunni hjá sér. Ekki ég og ekki þeir sem ég umgengst.

Matarskattinum átti ekki að hrófla við a.m.k. ekki við þessar þenslu aðstæður.  Það hefði komið almenningi mun betur að lækka tekjuskatt og hækka persónuafsláttinn.  Það hefði venjulegt fólk og fólk með lægri tekjur munað mestu.

Hjörvar O. Jensson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband