Félagslegar lánveitingar Íbúđalánasjóđs 1999-2006

Uppáhalds vinstri grćni ţingmađurinn minn - Katrín Thoroddsen Tulinius Möller Jakobsdóttir - bađ um utandagskrárumrćđu um húsnćđismál í ţinginu í dag.

Ég ćtla ekki ađ taka afstöđu til pólitískra álitamála í umrćđunni - en verđ - vegna ţess ađ fram hefur komiđ sá misskilningur ađ Íbúđalánasjóđur hafi ekki sinnt félagslegum lánveitingum á starfstíma sínum - ađ birta upplýsingar um lánveitingar sjóđsins til félagslegra og almennra leiguíbúđalána á tímabilinu - sem og félagsleg lán til fjölskyldna undir skilgreindum tekju og eignamörkum.

Ástćđa ţessa er sú ađ ég vil gjarnan ađ hin pólitíska umrćđa byggi á stađreyndum - en ekki ţví sem fólk hefur pikkađ gagnrýnilaust úr slagorđakenndri umrćđu.

Fyrst ber ađ halda til haga ađ á tíma hinna félagslegu viđbótarlána 1999-2004 veitti Íbúđalánasjóđur lán til alls 13.500 fjölskyldna sem féllu undir félagsleg viđmiđ um tekju og eignamörk.

Auk ţessa hefur ekki stađiđ á lánveitingum til leiguíbúđa, hvorki almennra né félagslegra.

Ţá ber einnig ađ halda til haga ađ félagsmálaráđherrar tveir, ţeir Páll Pétursson og Árni Magnússon gerđu samninga viđ fjármálaráđuneytiđ um niđurgreiđslu lána til félagslegra leiguíbúđa svo unnt vćri ađ byggja upp öflugan, faglegan leiguíbúđamarkađ sem taki einnig tillit til félagslegra ađstćđna fólks. 

Reyndar má bend á ađ Íbúđalánasjóđur hefur aldrei, ég endurtek, aldrei náđ ađ veita lán til félagslegra leiguíbúđa í takt viđ lánsfjárheimildir, vegna ţess ađ ekki hefur veriđ nćg eftirspurn eftir slíkum lánum. Ţađ er fyrst nú áriđ 2007 sem stefnir í ađ heimildir til slíkra lánveitinga verđa fullnýttar.

Eftirfarandi er yfirlit yfir annars vegar fjárhćđ leiguíbúđalána Íbúđalánasjóđs frá stofnun sjóđsins 1999 og hins vegar fjöldi leiguíbúđalána sama tímabil. Hafa ber í huga ađ fjöldi leiguíbúđa er mun hćrri en fjöldi leiguíbúđalána ţar sem stundum hefur veriđ veitt eitt lán til heilla leiguíbúđablokka.

Fjólubláu súlurnar sýna félagsleg leiguíbúđalán - en bláu súlurnar almenn leiguíbúđalán.  Ţađ kemur skýrt fram ađ mun hćrri fjárhćđir hafa veriđ veittar til félagslegra leiguíbúđalána en almennra.

Presentation1

Presentation2


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband