Afnemum tolla á 3. heiminn!

Ég varð hugsi yfir frétt um að Íslendingar hyggist aftur setja tolla á grænmeti sem flutt er inn frá öðrum ríkjum en þau sem eru innan evrópska efnahagssvæðisins (reyndar var það orðað innan Evrópusambandsins sem lýsir vankunnáttu blaðamanns á stöðu okkar í Evrópu).

Ég hef ekkert á móti því að setja toll á grænmeti frá Bandaríkjunum eða Ástralíu ef það þarf á annað borð að setja á tolla.  Hins vegar tel ég að við Íslendingar eigum að ganga fram fyrir skjöldu og afnema alfarið tolla á vörur frá fátækustu ríkjum 3. heimsins. Ég veit að menn vilja semja um slíkt í alþjóða samningum - en fátækustu þjóðir heims geta ekki beðið!

Er ekki rétt að byrja á grænmetinu - tolla í topp grænmeti á ríkustu ríkin utan EES - en afnema á móti grænmeti frá fátækustu ríki heimsins.  Það er raunveruleg þróunaraðstoð!

Svo er nú það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd!

Bergljót Njóla Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 14:15

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Til hvers þarf að tolla grænmeti? Ég er viss um að þetta gefur ríkissjóði lítið sem ekkert.

Sigurður G. Tómasson, 24.3.2007 kl. 15:38

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Sammála því að það sé ekki ástæða til að tolla grænmeti - en ef menn eru á því á annað borð - þá á að undanskilja 3.heiminn.

Hallur Magnússon, 24.3.2007 kl. 15:44

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tel þetta góða hugmynd. Það á að skoða um fleiri hluti en grænmeti í þessu sambandi, þótt auðvitað sé erfitt að koma í veg fyrir hvítþvott vara frá iðnríkjum í gegnum umpökkun eða annað. Afnám tolla, og þá helst allra tolla er þróunaraðstoð sem virkilega gæti skipt einhverju máli í grunninn og er eitthvað meira en bara kattarþvottur samviskunnar.

Gestur Guðjónsson, 24.3.2007 kl. 18:29

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Þú færð 5 stjörnur frá mér fyrir þessa hugmynd. - Guð á margan gimstein þann, sem glóir í ........... Takk, fyrir þetta.

Vilborg Eggertsdóttir, 25.3.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband