Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Illkynja krabbamein í íslenskri náttúru!

Lúpínan er illkynja krabbamein í íslenskri náttúru og hefur þegar gert óbætanlegan skaða á lífríkinu. Þótt hætt yrði að sá þessum ósóma strax í dag - þá mun lúpínan halda áfram að breiðast út og breyta vistkerfinu. 

Lúpínan eyðileggur íslensku móanna og hefur alvarleg áhrif á íslenskt fuglalíf. Hefur til dæmis eyðilagt varpstöðvar rjúpunnar í Hrísey - og á kannske sinn þátt í minni rjúpnastofni! Gengur þá væntanlega einnig nærri hinni heilögu heiðlóu, spóanum og hrossagauknum!

Þessi sorglega staðreynda var enn og einu sinni staðfest í Morgunvaktinni á Rás 1 þar sem Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræðingur var gestur. Það kom skýrt fram hjá Sigurði að lúpínan gerir lífríkið fábreyttara og að ekki verði aftur snúið. Því miður.

Ég skora á umhverfisráðherra að setja bann við sáningu lúpínufræja á lúpínulausum svæðum á Íslandi.

Viðtalið við Sigurð H. Magnússon er að finna hér.

 


Jón Hnefill Aðalsteinsson áttræður!

Jón Hnefill Aðalsteinsson lærifaðir minn í þjóðfræðináminu er 80 ára í dag, 27. mars. Í tilefni þess  verður haldið áttræðisþing til heiðurs Jóni Hnefli undir yfirskriftinni Þjóðfræði og þakkarskuld!

Áttræðisþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, 28. mars og stendur frá kl. 13:00 til 18:00.

Jón Hnefill er afar merkilegur maður að mínu viti og vann frábært frumkvöðlastarf við uppbyggingu þjóðfræðikennslu við Háskóla Íslands, en það nám hefur verið íslenskri menningu mikilvægt, enda stendur það í miklum blóma um þessar mundir. Ég var svo lánsamur að stunda þjóðfræðinám samhliða sagnfræðináminu einmitt á þeim tíma sem Jón Hnefill var að hefja uppbyggingastarfið við félagssvísindadeildina.

Þá er Jón Hnefill merkur vísindamaður á sviði þjóðfræðinnar. Hann vakti fyrst athygli á því sviði fyrir frábæra bók að mínu mati - "Under the Cloak" - þar sem fjallað er um kristnitökuna út frá öðru sjónarhorni en almennt hefur verið gert á Íslandi.  Því miður finnst mér því sjónarhorni hafa verið gefinn allt of lítll gaumur í umfjöllun um þennan einn merkasta viðburð Íslandssögunnar.

Ég tek undir lokaorðin í umfjöllun um áttræðisþingið og Jón Hnefil á vef félagsvísindadeildar:

"Lengi mætti áfram að telja afrek afmælisbarnsins á fjölbreyttri starfsævi. Umfram allt er Jón Hnefill Aðalssteinsson þó góður maður."

 Jón Hnefill - kærar þakkir fyrir samfylgdina og leiðsögnina!  Til hamingju með afmælið!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband